Fiskistofa hefur nú lokið endurúthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2006/2007, og er úthlutun byggðakvóta þess fiskveiðiárs því endanlega lokið.

Samtals var úthlutað 4.213.637 þorskígildiskílóum af þeim 4.383.000 sem skipt var milli einstakra byggðarlaga.

Úthlutun til einstakra byggðarlaga og skipa má sjá HÉR .

Því má bæta við að áfram er verið að úthluta byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2007/2008. Gang þeirra mála má sjá á vef FISKISTOFU .