Rannsóknarsjóður síldarútvegsins styrkir á hverju ári fjölda góðra málefna en hann er á forræði Félags síldarútgerða. Á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi voru kynnt þau verkefni sem hlutu styrk úr Rannsóknarsjóðinum að þessu sinni.
Verkefnin sem hlutu styrk: Gerð myndbanda um öryggi í fiskvinnslu. Kvikmyndin Verstöðin Ísland sett á stafrænt form. Þættir og kennsluhandbók um sjávarútveg fyrir kennslu í framhaldsskóla. Gerð spjaldtölvuforrits um lífríki sjávar. Fræðsluefni um mengun sjávar. Vinna við vefsíðu Menntanets sjávarútvegins.
Sjá nánar á vef SFS.