Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa í úthafskarfa (á innra svæði) á árinu 2013 er 8.065 tonn samkvæmt nýútkominni reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Frá heildaraflamarki dragast 226 tonn sem fara í sameiginlega potta en 7.839 tonnum verður úthlutað til skipa á grundvelli aflahlutdeildar.

Á síðasta ári veiddu íslensk skip 6.592 tonn af úthafskarfa. Upphafleg úthlutun nam 9.800 tonnum en kvótinn náðist ekki. Heildarkvótinn var síðan lækkaður til samræmis við veiðarnar.

Veiðar á úthafskarfa eru heimilar frá og með 10. maí.