Úthafskarfaveiðin á Reykjaneshrygg er heldur að braggast eftir afar slæma byrjun, að því er Jón Pétursson, stýrimaður á Vigra RE, sagði í samtali við Fiskifréttir. Veiðin hjá karfaskipunum er um eitt og hálft til tvö tonn á togtímann sem telst þokkalegt.

„Veiðin mátti hefjast 10. maí. Þá lögðu nokkur skip af stað, þar á meðal Vigri. Við vorum ýmist fyrir utan línu eða innan. Veiðin var aðeins fáein hundruð kíló á togtímann. Við urðum frá að hverfa eins og fleiri og fórum á heimamið. Við komum aftur í gær og erum búnir að taka eitt hal. Karfinn er ágætur en blandaður að stærð,“ sagði Jón en rætt var við hann í gærmorgun.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.