Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, vill að útgerðarfyrirtækin taki að sér að greiða sjómannaafslátt í stað ríkissjóðs. Hann býst ekki við því að sjómenn taki þessum tillögum fagnandi.
Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins í dag.
Sjómenn hafa um langt árabil notið skattaafsláttar fyrir hvern lögskráðan dag sem þeir eru á sjó. Afslátturinn í dag er 987 krónur fyrir hvern dag. Skattaafsláttur til sjómanns sem er 200 daga á sjó á þessu ári verður því 196,200 krónur. Nýttur sjómannaafsláttur í fyrra var samtals 1,1 milljarður króna, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins.