Sea Saver Karlsson ehf. er sprotafyrirtæki sem var stofnað af Ágústi Karlssyni verkfræðingi og fjölskyldu hans. Markmiðið er að fylgja eftir hugmyndum Ágústs um að þróa og hanna sjálfvirkt björgunartæki til björgunar sjófarendum í mjög erfiðum aðstæðum, með eins mikilli sjálfvirkni og á eins stuttum tíma og mögulegt er.

Samstarf við aðra til skoðunar

Verkefnið er mjög kostnaðarsamt, að sögn Ástu Karenar Ágústsdóttur, framkvæmdastjóra Sea Saver Karlsson ehf., og hleypur á tugum milljóna. Hún segir að útgerðirnar séu að taka við sér og vilja eindregið leggja sitt af mörkum til þess að auka öryggi sjófarenda með styrkveitingum.

Þá er verið að skoða samstarf við aðra aðila, önnur fyrirtæki, en ekki sé tímabært að greina frá því að svo stöddu. Nú rétt fyrir áramót skiluðu tæknifræðinemendur í HR nýrri stöðuskýrslu þar sem verkefnið var tekið út og áframhaldandi stefnumótun, verkefnaáætlun og tækniáskoranir skilgreindar og verður nú lagst yfir þá vinnu í framhaldinu með það fyrir augum hvernig framþróunin verður skilvirkust.

Eftir að fyrstu prófanir fóru fram var verkefnið tilnefnt sem eitt af sex öndvegisverkefnum af 214, árið 2023 til að keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands.

Prófanir gengið vel

Fyrstu prófanir voru fyrst til þess fallnar að sjá hvort tækið væri yfirleitt að virka til þess að meta hvort það væri yfirhöfuð grundvöllur til að taka verkefnið lengra. En þar sem prófanir gengu í alla staði vel var ákveðið að bretta upp ermar og falast eftir frekara samstarfi við HR. Undirritaður var áframhaldandi samningur um samstarf um verkefnið og sett hafa verið upp nokkur sérnámskeið um Sea Saver verkefnið sem hafa verið haldin þar síðan.

Sea Saver var kynntur á Vísindavöku Rannís í desember. Frumkvöðullinn Ágúst Karlsson er lengst til hægri.
Sea Saver var kynntur á Vísindavöku Rannís í desember. Frumkvöðullinn Ágúst Karlsson er lengst til hægri.

Frekari prófanir hafa leitt til þess, eðli málsins samkvæmt, að ákveðin atriði þarf að útfæra frekar, bæði hvað varðar val á íhlutum og endurhanna þarf lögun skrokksins, ekki síst til að vernda viðkvæman tækjabúnað í vályndum veðrum og erfiðu sjólagi.

Endurhönnun á skrokki

Í samstarfi við HR verður í vetur unnið að endurhönnun á lagi skrokksins og útfærslu á sjósetningarbúnaði sem Ágúst er búinn að gera frumdög að. Hugmyndin hefur í mörg ár verið að þróast og hefur verkefnið fengið styrki m.a. frá Samgöngustofu og einnig frá RANNÍS, þ.e. úr Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Þá hefur Loðnuvinnsla Fáskrúðsfjarðar styrkt verkefnið og fleiri útgerðir sýnt áhuga á samstarfi.

Sea Saver er straumlaga fjarstýrt yfirborðsfar, eins konar hraðskeyti. Skeytið er knúið áfram og stýrt af fjórum drifmótorum. Lengd þess er um 120 cm og hámarksganghraði á sléttu er um 15 km/klst. Búnaðurinn er nýnæmi þar sem um er að ræða virkt björgunartæki sem ætlað er að „finna – sækja – skila“. Skipstjóri eða stýrimaður sendir skeytið frá borði og við tekur sjálfstýring sem vinnur í gegnum gervihnött. Enn fremur er hægt að kemba ákveðið svæði með því að gefa upp hnit sem afmarka leitar[1]svæðið. Þetta á helst við í myrkri, við þröngar aðstæður eða í úfnum sjó. Ásta Karen segir að um aðra tækniþætti sé ekki hægt að ræða að svo stöddu opinberlega vegna sjónarmiða um einkaleyfi.

sea saver
sea saver

Þegar hver sekúnda skiptir máli

Tæknin gerir það mögulegt að bregðast skjótt við þegar menn falla frá borði. Því fyrr sem björgunaraðgerðir geta hafist, þeim mun betra, því hver sekúnda í sjónum skiptir máli. Með Sea Saver verður einnig hægt að bjarga mönnum úr sjó við erfiðari aðstæður en áður, oft án þess að það þurfi að senda aðra í sjóinn á eftir þeim. Ef maður er meðvitundarlaus eða mikið slasaður þyrfti þó að senda mann með. Sjósetning og fyrstu skipanir eru gerðar með stöðluðu handtæki sem líkist drónastýringu en er einfaldara og með færri skipanir. Skjótur sjósetningartími er lykilatriði í köldum sjó. Í grundvallaratriðum þarf ekki mikla þekkingu við notkun Sea Saver, að sögn Ástu Karenar, en við erfiðari aðstæður og í myrkri, þegar skeytinu er skipað að leita á ákveðnu svæði eða í þrengslum, þarf stjórnandi að vera talsvert kunnugur stjórntækinu. Meðferð tækisins gæti þá verið þáttur í slysavörnum sjómanna. Búnaðurinn gæti einnig komið björgunarsveitum til nota bæði við björgun og ekki síður við æfingar þeirra sjálfra eða sem kennslugagn. Skeytið gæti að auki verið til taks á baðströndum, við hafnir og á olíuborpöllum. Sea Saver er þó fyrst og fremst ætlað að vera til staðar á bátum og skipum. Næsta skref hjá Sea Saver Karlsson ehf. er áframhaldandi þróun á skeytinu sjálfu og útfærsla og smíði á sjálfvirkum sjósetningarbúnaði

Sea Saver Karlsson ehf. er sprotafyrirtæki sem var stofnað af Ágústi Karlssyni verkfræðingi og fjölskyldu hans. Markmiðið er að fylgja eftir hugmyndum Ágústs um að þróa og hanna sjálfvirkt björgunartæki til björgunar sjófarendum í mjög erfiðum aðstæðum, með eins mikilli sjálfvirkni og á eins stuttum tíma og mögulegt er.

Samstarf við aðra til skoðunar

Verkefnið er mjög kostnaðarsamt, að sögn Ástu Karenar Ágústsdóttur, framkvæmdastjóra Sea Saver Karlsson ehf., og hleypur á tugum milljóna. Hún segir að útgerðirnar séu að taka við sér og vilja eindregið leggja sitt af mörkum til þess að auka öryggi sjófarenda með styrkveitingum.

Þá er verið að skoða samstarf við aðra aðila, önnur fyrirtæki, en ekki sé tímabært að greina frá því að svo stöddu. Nú rétt fyrir áramót skiluðu tæknifræðinemendur í HR nýrri stöðuskýrslu þar sem verkefnið var tekið út og áframhaldandi stefnumótun, verkefnaáætlun og tækniáskoranir skilgreindar og verður nú lagst yfir þá vinnu í framhaldinu með það fyrir augum hvernig framþróunin verður skilvirkust.

Eftir að fyrstu prófanir fóru fram var verkefnið tilnefnt sem eitt af sex öndvegisverkefnum af 214, árið 2023 til að keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands.

Prófanir gengið vel

Fyrstu prófanir voru fyrst til þess fallnar að sjá hvort tækið væri yfirleitt að virka til þess að meta hvort það væri yfirhöfuð grundvöllur til að taka verkefnið lengra. En þar sem prófanir gengu í alla staði vel var ákveðið að bretta upp ermar og falast eftir frekara samstarfi við HR. Undirritaður var áframhaldandi samningur um samstarf um verkefnið og sett hafa verið upp nokkur sérnámskeið um Sea Saver verkefnið sem hafa verið haldin þar síðan.

Sea Saver var kynntur á Vísindavöku Rannís í desember. Frumkvöðullinn Ágúst Karlsson er lengst til hægri.
Sea Saver var kynntur á Vísindavöku Rannís í desember. Frumkvöðullinn Ágúst Karlsson er lengst til hægri.

Frekari prófanir hafa leitt til þess, eðli málsins samkvæmt, að ákveðin atriði þarf að útfæra frekar, bæði hvað varðar val á íhlutum og endurhanna þarf lögun skrokksins, ekki síst til að vernda viðkvæman tækjabúnað í vályndum veðrum og erfiðu sjólagi.

Endurhönnun á skrokki

Í samstarfi við HR verður í vetur unnið að endurhönnun á lagi skrokksins og útfærslu á sjósetningarbúnaði sem Ágúst er búinn að gera frumdög að. Hugmyndin hefur í mörg ár verið að þróast og hefur verkefnið fengið styrki m.a. frá Samgöngustofu og einnig frá RANNÍS, þ.e. úr Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Þá hefur Loðnuvinnsla Fáskrúðsfjarðar styrkt verkefnið og fleiri útgerðir sýnt áhuga á samstarfi.

Sea Saver er straumlaga fjarstýrt yfirborðsfar, eins konar hraðskeyti. Skeytið er knúið áfram og stýrt af fjórum drifmótorum. Lengd þess er um 120 cm og hámarksganghraði á sléttu er um 15 km/klst. Búnaðurinn er nýnæmi þar sem um er að ræða virkt björgunartæki sem ætlað er að „finna – sækja – skila“. Skipstjóri eða stýrimaður sendir skeytið frá borði og við tekur sjálfstýring sem vinnur í gegnum gervihnött. Enn fremur er hægt að kemba ákveðið svæði með því að gefa upp hnit sem afmarka leitar[1]svæðið. Þetta á helst við í myrkri, við þröngar aðstæður eða í úfnum sjó. Ásta Karen segir að um aðra tækniþætti sé ekki hægt að ræða að svo stöddu opinberlega vegna sjónarmiða um einkaleyfi.

sea saver
sea saver

Þegar hver sekúnda skiptir máli

Tæknin gerir það mögulegt að bregðast skjótt við þegar menn falla frá borði. Því fyrr sem björgunaraðgerðir geta hafist, þeim mun betra, því hver sekúnda í sjónum skiptir máli. Með Sea Saver verður einnig hægt að bjarga mönnum úr sjó við erfiðari aðstæður en áður, oft án þess að það þurfi að senda aðra í sjóinn á eftir þeim. Ef maður er meðvitundarlaus eða mikið slasaður þyrfti þó að senda mann með. Sjósetning og fyrstu skipanir eru gerðar með stöðluðu handtæki sem líkist drónastýringu en er einfaldara og með færri skipanir. Skjótur sjósetningartími er lykilatriði í köldum sjó. Í grundvallaratriðum þarf ekki mikla þekkingu við notkun Sea Saver, að sögn Ástu Karenar, en við erfiðari aðstæður og í myrkri, þegar skeytinu er skipað að leita á ákveðnu svæði eða í þrengslum, þarf stjórnandi að vera talsvert kunnugur stjórntækinu. Meðferð tækisins gæti þá verið þáttur í slysavörnum sjómanna. Búnaðurinn gæti einnig komið björgunarsveitum til nota bæði við björgun og ekki síður við æfingar þeirra sjálfra eða sem kennslugagn. Skeytið gæti að auki verið til taks á baðströndum, við hafnir og á olíuborpöllum. Sea Saver er þó fyrst og fremst ætlað að vera til staðar á bátum og skipum. Næsta skref hjá Sea Saver Karlsson ehf. er áframhaldandi þróun á skeytinu sjálfu og útfærsla og smíði á sjálfvirkum sjósetningarbúnaði