Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að stjórnvöld hljóti að vinna á þeim grundvelli sem lagður var í starfi sáttanefndar sjávarútvegsráðherra. Næsta skrefið sé að útfæra samningaleiðina í samstarfi við stjórnvöld. Þetta kemur fram í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.
Nefnd um endurskoðun á stjórn fiskveiða skilaði áliti í vikunni þar sem meirihluti nefndarmanna lagði til að svonefnd samningaleið yrði farinn. ,,Það eru auðvitað mikil tíðindi þegar svona breið samstaða næst um meginatriði fiskveiðistjórnunar þótt skoðanir séu að sjálfsögðu skiptar um einstaka þætti hennar. Í þessum stóra hópi þar sem voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka, útgerðarmanna, fiskvinnslu, sjómanna, fiskverkafólks og fleiri aðila voru aðeins tveir sem ekki skrifuðu undir álit meirihlutans,“ sagði Friðrik.
Friðrik sagði að helsti kostir við samningaleiðina væri sá að væntanlega næðist friður um atvinnugreinina. Stjórn fiskveiða yrði ekki sínkt og heilagt í uppnámi.
Telur þú að nú sé búið að ýta fyrningarleiðinni út af borðinu?
,,Starf nefndarinnar og sú samstaða sem náðist þar hlýtur að verða grundvöllur að þeirri vinnu sem er framundan. Við erum að sjálfsögðu ekki ánægðir með þessa leið en föllumst á að hún verði farin. Fyrri hálfleikur er búinn og seinni hálfleikur er eftir. Næsta skrefið er að halda áfram og útfæra það sem fram kemur í áliti nefndarinnar. Stjórnvöld geta ekki hlaupist frá málinu og sagt að nú sé búið að hafa samráð og leita sátta og þau geti síðan farið allt aðrar leiðir,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.