Á fyrstu níu mánuðum ársins voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 201,3 milljarða króna og var verðmæti þeirra 12,1% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli.
Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Fyrstu níu mánuði ársins 2015 voru fluttar út vörur frá Íslandi fyrir alls 480,1 milljarð króna. Verðmæti vöruútflutnings var 50,7 milljörðum hærra eða 11,8%, á gengi hvors árs, en á sama tímabili árið áður. Útflutningur á iðnaðarvörum var 257 milljarðarðar, eða 53,5% alls útflutnings. Verðmæti þeirra var 16,2% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli og álafurðum. Útflutningur á sjávarafurðum var 41,9% alls vöruútflutnings.