Á fyrstu níu mánuðum ársins voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 176,4 milljarða króna og var verðmæti þeirra 12,4% lægra en á sama tíma árið áður, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar.

Á tímabilinu voru fluttar út vörur fyrir 405,7 milljarða króna. Verðmæti vöruútflutnings var 74,0 milljörðum króna lægra, eða 15,4%, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 50,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 20,5% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna lægra álverðs.