Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2016 voru fluttar út sjávarafurðir fyrir tæpa 217 milljarða króna. Á sama tíma árið 2015 nam útflutningurinn rúmum 245 milljörðum. Samdráttur milli ára er 28,3 milljarðar króna, eða 11,6%.
Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2016 voru fluttar út vörur frá Íslandi fyrir 495,9 milljarða króna (fob) sem er 14,2% minnkun sama tíma árinu áður. Iðnaðarvörur eru 49,8% alls útflutnings en sjávarafurðir eru 43,7% af útflutningnum.