Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna á síðasta ári nam 1,17 milljörðum sem er um 200 milljónum lægra en árið 2013 skilaði, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Alls voru flutt út 959 tonn af grásleppukavíar og söltuðum grásleppuhrognum og skiptist magnið nokkuð jafnt milli afurðanna. Heildarmagn milli ára dróst saman um tæp 8%.

Verðhækkun varð á söltuðum grásleppuhrogn, útflutningsverðmæti á hvert kíló fór upp um 5,4%.  Það sama var ekki upp á teningunum með grásleppukavíarinn þar sem verðið á hvert kíló var um 18% lægra nú en á árinu 2013.