Heildarafli smábáta á nýliðnu fiskveiðiári var sá mesti í sögu útgerðarinnar eða 88.260 tonn. Aflaverðmæti 24 milljarðar og útflutningsverðmæti 49 milljarðar króna.
Smábátar veiddu 34% af allri ýsu hér við land, 24% af öllum þorski og 53% af steinbítnum.
Ferskur þorskur sem hlutdeild í verðmætum heildarútflutnings þorsks var á síðasta ári 35%, en var aðeins 19% fyrir 10 árum.
Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hefst í Reykjavík í dag.