Á fyrstu átta mánuðum ársins námu útflutningsverðmæti eldisafurða tæpum 31 milljarði króna. Það er um 22% aukning frá sama tímabili í fyrra, þá hvort tveggja á breytilegu og föstu gengi. Þessa aukningu má að langstærstum hluta rekja til laxeldis. Þannig er útflutningsverðmæti lax komið í rúma 25 milljarða króna, sem er um þriðjungs aukning á milli ára og met á tilgreindu tímabili. Að auki hefur útflutningsverðmæti senegalflúru aldrei verið meira, en það er komið í tæplega 1,2 milljarða króna, sem er um þreföldun frá sama tímabili í fyrra. Stolt Sea Farm á Reykjanesi elur senegalflúru og fyrirtækið er í eigu Stolt-Nielsen Ltd.

Samdráttur í silungi

Á hinn bóginn er þó nokkur samdráttur í útflutningsverðmæti silungs, að því er fram kemur í frétt frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem er að langstærstum hluta bleikja.

„Útflutningsverðmæti silungs er komið í 3 milljarða króna, sem er um 19% samdráttur frá sama tímabili í fyrra. Þar hafa jarðhræringar og eldsumbrot í Grindavík sett strik í reikninginn. Þá er einnig 27% samdráttur í útflutningsverðmæti frjóvgaðra laxahrogna, en verðmæti þeirra nemur um 1,2 milljarði króna á fyrstu átta mánuðum ársins," segir í frétt SFS.

Á fyrstu átta mánuðum ársins námu útflutningsverðmæti eldisafurða tæpum 31 milljarði króna. Það er um 22% aukning frá sama tímabili í fyrra, þá hvort tveggja á breytilegu og föstu gengi. Þessa aukningu má að langstærstum hluta rekja til laxeldis. Þannig er útflutningsverðmæti lax komið í rúma 25 milljarða króna, sem er um þriðjungs aukning á milli ára og met á tilgreindu tímabili. Að auki hefur útflutningsverðmæti senegalflúru aldrei verið meira, en það er komið í tæplega 1,2 milljarða króna, sem er um þreföldun frá sama tímabili í fyrra. Stolt Sea Farm á Reykjanesi elur senegalflúru og fyrirtækið er í eigu Stolt-Nielsen Ltd.

Samdráttur í silungi

Á hinn bóginn er þó nokkur samdráttur í útflutningsverðmæti silungs, að því er fram kemur í frétt frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem er að langstærstum hluta bleikja.

„Útflutningsverðmæti silungs er komið í 3 milljarða króna, sem er um 19% samdráttur frá sama tímabili í fyrra. Þar hafa jarðhræringar og eldsumbrot í Grindavík sett strik í reikninginn. Þá er einnig 27% samdráttur í útflutningsverðmæti frjóvgaðra laxahrogna, en verðmæti þeirra nemur um 1,2 milljarði króna á fyrstu átta mánuðum ársins," segir í frétt SFS.