Alls bárust á land á Bíldudal til slátrunar hjá Arnarlaxi tæplega 11.700 tonn af eldislaxi á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Elfari Steini Karlssyni hafnarstjóra Vesturbyggðar. Www.bb.is segir frá þessu.

Útflutningsverðmæti eldisfisksins er miðað við meðalverð yfir árið um 12 milljarðar króna.

Í laxasláturhúsi Arctic Fish í Bolungavík var slátrað um 13 þúsund tonnum af eldislaxi á síðasta ári og áætlað útflutningsverðmæti var um 13 milljarðar króna.

Samtals voru útflutningsverðmæti eldislax frá Vestfjörðum á síðasta ári um 25 milljarðar króna.

Mikil afföll á árinu 2023 vegna lúsaálags drógu verulega úr framleiðslunni á síðasta ári. Búist er við töluverðri aukningu á framleiðslunni á þessu ári.