Hæstiréttur hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka efnislega afstöðu til þess hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að leggja á svokallað útflutningsálag. Reglugerð um útflutningsálag tók gildi 1. janúar 2010.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum höfðaði mál til að fá úr því skorið hvort álagið stæðist lög. Í álaginu felst að lagt er fimm prósenta álag á botnfisk, sem fluttur er óunninn úr landi. Vinnslustöðin telur að fyrirtækið hafi á hálfu ári tapað 24 milljónum króna vegna þessa. Héraðsdómur vísaði máli útgerðarinnar frá, en hæstiréttur hefur nú sent málið aftur í héraðsdóm og gert honum að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Frá þessu er skýrt á vef RUV