Tíu fyrirtæki, stór og smá, stunda um þessar mundir eldi á þorski, þar af sjö á Vestfjörðum og þrjú á Austfjörðum. Um 1.000 tonnum af eldisþorski hefur verið slátrað á ári síðustu fimm árin, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

,,Segja má að ákvörðun stjórnvalda um að úthluta 500 tonna kvóta til þorskeldis ár hvert hafi beint mönnum inn á braut áframeldis og hamlað gegn því að Íslendingar færu út í einhverja ævintýramennsku í aleldi á þorski eins og Norðmenn gerðu,” segir Valdimar Gunnarsson verkefnisstjóri þorskeldiskvótaverkefnis Hafrannsóknastofnunarinnar í samtali við blaðið.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.