Á síðasta ári voru um eitt þúsund tonn af sæbjúgum dregin úr sjó hér við land. Tvö fyrirtæki, Reykofninn og ICP, gera út báta til veiðanna og fer aflinn aðallega til Kína.
Reykofninn rekur vinnslustöð í Grundarfirði þar sem sæbjúgun eru forunnin fyrir útflutning, en ICP er með verksmiðju í Kína sem fullvinnur sína vöru fyrir neytendamarkað.
Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.