ff
Uppþídd fiskflök sem seld eru sem ferskur fiskur eru í vaxandi mæli í boðið hjá stórmörkuðum í Evrópu. Þessi þróun getur haft mikil áhrif á flakaframleiðslu í Noregi, að því fram kemur í niðurstöðum könnunar hjá norska rannsóknastofnunarinnar NOFIMA.
Með því að nota frosinn fisk sem er þíddur upp fyrir sölu geta stórmarkaðir verið með stöðugt og jafnt framboð af „ferksum“ fiski allt árið og minni rýrnun. Jafnframt sýna rannsóknir að neytendur þekkja ekki alltaf muninn á ferskum flökum og fiski sem er uppþíddur. Stórmarkaðir margir hverjir sem áður buðu ferskan fisk hafa því skipt yfir í frosinn.