Á sama tíma og Íslendingar og Norðmenn hafa dregið mjög úr flakafrystingu á sjó hafa Rússar þrefaldað sjófrystingu á þorskflökum og ESB tvöfaldað hana. Heildarframboðið á markaðnum er 54% meira en fyrir sex árum.
Þetta kom fram í erindi Sturlaugs Haraldssonar á Sjávarútvegsráðstefnunni á dögunum. „Athyglisvert er að þrátt fyrir þessa miklu framleiðsluaukningu á sjófrystum þorskflökum í heild er verð vörunnar núna í sögulegu hámarki,“ sagði Sturlaugur.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.