Koma nýs og glæsilegs uppsjávarskips, Heimaeyjar VE-1, leiðir hugann að aldri og ástandi íslenska uppsjávarflotans í heild. Rúmlega áratugur hefur liðið síðan nýsmíðað uppsjávarskip kom síðast til landsins.
,,Uppsjávarflotinn er orðinn ískyggilega gamall þegar þess er gætt hversu þýðingarmikil þessi atvinnugrein er sem undirstaða atvinnu og útflutningstekna,“ segir Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur hjá Skipatækni ehf. í samtali við Fiskifréttir. ,,Okkur finnst yngstu uppsjávarskipin okkar ný eða nýleg, en þau eru samt 10-12 ára gömul. Ég gæti trúað því að það væri meðalaldur uppsjávarskipa með sjókælingu í Noregi. Meðalaldur sjókælingaskipanna íslensku er 27 ár.“
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.