Uppsjávaraflinn á síðasta ári nam samtals 825.000 tonnum og er þá meðtalinn afli sjö skipa frá Færeyjum og Grænlandi sem lönduðu 50.000 tonnum hérlendis. Þetta kemur fram á vefnum aflafrettir.is
Þrjú skip veiddu yfir 50.000 tonn hvert; Vilhelm Þorsteinsson EA var með 62.000 tonn, Börkur NK var með 55.000 tonn og Beitir BK með 54.000 tonn.
Alls voru veidd 444.000 tonn af loðnu, 154.000 tonn af síld, 121.000 tonn af makríl og 106.000 tonn af kolmunna.
Skip sem eru að fullu eða nokkru leyti í eigu Síldarvinnslunnar veiddu 25% af heildarloðnuaflanum eða 112.000 tonn.
Vilhelm var aflahæstur bæði í loðnu (31.000 tonn) og síld (14.000 tonn). Kristina EA veiddi mest af makríl (12.000 tonn) og Jón Kjartansson SU var aflahæstur í kolmunna (16.000 tonn).
Sjá nánar á aflafrettir.is