Það sem einkenndi aflabrögð í nóvember í ár samanborið við sama mánuð í fyrra var þriðjungi minni uppsjávarafli nú.

Uppsjávaraflinn var tæp 36 þúsund tonn að þessu sinni, þar af veiddust tæp 32 þúsund tonn af síld. Afli uppsjávartegunda var 32% minni en í nóvember 2015, síldaraflinn dróst saman um 13% og afli kolmunna um 75%.

Heildarfiskafli íslenskra skipa í nóvember var rúm 77 þúsund tonn sem er 18% minni afli en í nóvember 2015. Botnfiskaflinn nam tæpum 40 þúsund tonnum og stóð nokkurn veginn í stað samanborið við nóvember 2015.

Uppistaðan í botnfiskaflanum var að venju þorskur en af honum veiddust tæp 27 þúsund sem er 10% aukning samanborið við sama mánuð ári fyrr. Töluverður samdráttur var hins vegar í öðrum botnfisktegundum.

Á 12 mánaða tímabili frá desember 2015 til nóvember 2016 hefur heildarafli dregist saman um 255 þúsund tonn eða 19% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Á tímabilinu hefur þorskafli aukist um 12% og botnfiskafli í heild um 6%. Samdráttur í heildarafla skýrist að mestu af minni loðnuafla.

Afli í október  metinn á föstu verðlagi var 6,1% minni en í nóvember 2015.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.