Gagngerar breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi loðnuveiða í nýlegu samkomulagi á milli Íslands, Noregs og Grænlands. Ný aflaregla verður tekin upp, upphafskvóti verður ákveðinn með varfærnari hætti en áður og norsk skip fá að veiða allan sinn kvóta í íslensku lögsögunni.

Þetta kemur fram í úttekt í nýjustu Fiskfréttum um samning strandríkjanna um loðnuveiðar. Markmiðið er meðal annars að minnka sumarveiði á loðnu til að draga úr hættu á minni afrakstursgetu stofnsins.

Vegna aðlögunar verður nýju reglunum um upphafskvóta ekki fylgt í ár. Gengið er út frá því að veiðiþol loðnu verði að lágmarki 300 þúsund tonn á komandi vertíð og að tveimur þriðju verði úthlutað sem upphafskvóta, eða 200 þúsund tonnum. Þar af koma 143 þúsund tonn í hlut Íslands, 33 þúsund tonn í hlut Grænlands og 24 þúsund tonn í hlut Noregs.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.