Lífsbaráttan er hörð neðansjávar þar sem einn étur annan og skiptir stærðarmunurinn þá ekki alltaf máli. Bandrískir sjávarlíffræðingar náðu myndbandi af baráttu 10-12 sentimetra langs smokkfisks og helmingi stærri fisks af laxaætt sem þeir kalla owlfish (uglufisk).
Myndbandið var tekin með fjárstýrðri neðansjávarmyndavél í dimmum undirdjúpunum í Monterey flóa úti af Kaliforníu. Bardaganum var fylgt eftir í 50 mínútur frá 450 metra dýpi og niður á 600 metra.
Smokkurinn vefur fórnarlambið örmum og reynir að bíta það í hryggsúluna til þess að lama það.
Í meðfylgjandi myndbroti sést hvernig fór.