Spánn flytur út mest allra ESB-ríkja af niðursoðnum og unnum sjávarafurðum. Galacia er það hérað á Spáni sem flytur mest út af sjávarafurðum, að því er fram kemur á vefnum fis.com
Útflutningur á niðursoðnum og unnum sjávarafurðum frá Spáni nam rúmum 157 þúsund tonnum árið 2014 að verðmæti um 686 milljónir evra (rúmum 100 milljörðum ISK).
Helstu unnu sjávarafurðir sem Spánverjar flytja út eru niðursoðinn túnfiskur en þar á eftir kemur niðursoðinn smokkfiskur.