Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson munu halda til rannsókna næsta mánudag og sinna ungloðnumælingum og sjórannsóknum nú þegar verkfalli sjómanna á skipunum hefur verið frestað.
Verkfallið olli því að ekki var unnt að sinna nokkrum verkefnum sem tengdust áætluðum leiðöngrum rannsóknaskipanna, m.a. stofnmælingu botnfiska að hausti, mælingum á síldarstofninum á djúpslóð, rannsóknum á
hrygningu steinbíts og veiðarfærarannsóknum. Við fyrstu hentugleika verður reynt að sinna þessum rannsóknum eftir því sem tök verða á, segir í frétt frá Hafrannsóknastofnuninni.
Ungloðnumælingarnar eru grundvöllur tillagna um upphafskvóta við loðnuveiðar haustið 2012 og beinast þær einkum að svæðinu yfir landgrunnsbrúninni frá Vestfjörðum og að norðausturhorni landsins. Sjórannsóknirnar er liður í lagtímavöktum umhverfisaðstæðna á Íslandsmiðum og verða þær gerðar á föstum stöðvum á grunn- og djúpslóð allt í kringum landið. Gert er ráð fyrir að leiðöngrunum ljúki í kringum 10. desember.