Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra greinir frá því að heimasíðu sínni í dag að til standi að kvótasetja blálöngu, gulllax og litla karfa og í framhaldinu verði kvótanum deilt niður á skip. Ennfremur að hafinn verði undirbúningur að kvótasetningu makríls.
Á heimasíðunni segir:
,,Breytingar verða gerðar á reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu sem gengur í garð 1. september. Breytingin, sem birt verður í dag, felur í sér þá ákvörðun mína að setja, í fyrsta skipti, leyfilegan heildarafla fyrir blálöngu, litla karfa og gulllax. Í þessu felst að í framhaldinu verður aflahlutdeildum, í þessum tegundum, úthlutað til einstakra skipa. Leyfilegur heildarafli tegundanna ákvarðast af ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Framangreind rök eiga við um einn stofn til viðbótar; makríl. Ég mun bráðlega setja af stað vinnu þar sem farið verður yfir hvernig réttast verði staðið að því að setja hann í kvóta.”
Sjávarútvegsráðherra minnir á að “í lögum um stjórn fiskveiða segir að ef heildarafli sé takmarkaður skuli úthluta aflahlutdeild til einstakra skipa. Við setningu aflahlutdeildar skal miða við samfellda veiðireynslu undanfarinna þriggja ára.”