Umsóknafrestur um makrílveiðileyfi til handa skipum sem fyrirhuga veiðar á makríl samkvæmt 1. eða 2. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 327/2013 um makrílveiðar íslenskra fiskiskipa árið 2013 hefur verið framlengdur til og með 6. maí nk.
Auk þess hefur verið fellt úr gildi skilyrði þess efnis að einungis skip sem skráð hafi verið á íslenska skipaskrá 1. mars 2013. Reglugerð þess efnis mun birtast í stjórnartíðindum á morgun.
Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.