Í mars síðastliðnum fór norska rannsóknaskipið G.O. Sars í leiðangur á svæði úti af Finnmörku í Norður-Noregi til þess að prófa ýmsar nýjungar í trollveiðum á vegum norskrar stofnunar sem nefnist Miðstöð um umhverfisvænar veiðar (CRISP).
Í myndbandi á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar má sjá hvernig þorskur hagar sér þegar hann veiðist í troll og hvernig unnt er að koma í veg fyrir að of mikill afli komi í veiðarfærið. Ennfremur sést hvernig ný tækni gerir kleift að ákveða tegund og stærð fisksins sem í trollið veiðist.
Sjá frásögn og myndbandið HÉR.