Heildarútflutningsverðmæti makríls á síðasta ári nam alls 22,4 milljörðum.  Það er rúmum 2,2 milljörðum meira en á árinu 2013.   Heildarmagn bakvið verðmætin voru tæp 124 þús. tonn sem er 17% aukning milli ára.  Meðalverð 2014 var hins vegar 5% lægra en á árinu 2013.

Þetta kemur fram á vef LS. Rússland er nú sem fyrr langmikilvægasta viðskiptaþjóð Íslands þegar kemur að makrílnum. Þangað fóru 38.000 tonn (30,5% af heild) fyrir 8,4 milljarða króna (35%).

Næstmest fór til Hollands eða 31.000 tonn fyrir liðlega 5 milljarða króna og til Nígeríu fórum rúm 15.000 tonn að verðmæti 2,2 milljarðar króna. Rétt er að minna á að Holland er gjarnan millihöfn á leið vöru til annarra landa og talið er að stór hluti af makrílnum sem skráður er á Holland endi í Nígeríu. Þar af leiðandi er Nígería næststærsti markaður Íslendinga fyrir makríl.