Um 800 skip og bátar eru á sjó í íslenskri lögsögu. Fyrsti dagur nýs veiðitímabils strandveiðibáta hófst í dag og flykktust menn til veiða á bátum sínum, að því er RÚV hefur eftir vaktstöð siglinga. Gott veður er á miðum alls staðar út af landinu og aðstæður til veiða því góðar.

Strandveiðar höfðu legið niðri að mestu þar sem veiðar voru stöðvaðar á tveimur svæðum af fjórum um miðjan síðasta mánuð og á því þriðja þegar vika lifði af mánuðinum.