Heimilt var að hefja grásleppuveiðar 20. mars sl. á N- og A-landi og á sunnanverðu Reykjanesi (svæði D, E, F, G). Á öðrum svæðum hefjast veiðar 1. apríl að undanskildum innanverðum Breiðafirði þar sem upphafstími er 20. maí.

Alls hafa 80 bátar hafið veiðar sem nær ekki helmingi þess fjölda sem var byrjaður á sama tíma í fyrra - 167 bátar.

Frá þessu er skýrt á vef Landssambands smábátaeigenda. Þar segir að enn sé mikil óvissa um verð og magn sem markaður sé fyrir og hafi það haft sín áhrif á hversu fáir séu byrjaðir. Auk þess hafi verið óvissa um endanlegan fjölda leyfilegra veiðidaga þar til sl. mánudag að ákveðið hafi verið að hafa þá 32.

Sverri Karlsson skipstjóri á Aþenu ÞH frá Húsavík er einn þeirra grásleppukarlar sem byrjaðir eru veiðar. ,,Byrjunin lofar góðu,“ segir Sverrir í samtali við Fiskifréttir. Hann segir að allt bendi til þess að veiðin í ár verði nokkuð lík því sem hún var í fyrra, þótt þá hafi vertíðin fari af stað með enn meiri krafti.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.