ff

Búið er að veiða rúm 60% af veiðiheimildum íslenskra skipa í makríl samkvæmt aflatölulista Fiskistofu. Í morgun hafði verið landað um 92 þúsund tonnum af makríl en heildarkvótinn er í kringum 150 þúsund tonn.

Kvótinn skiptist í fjóra potta. Aflareynsluskip hafa veitt um 67 þúsund tonn og eiga eftir 39 þúsund tonn. Vinnsluskip hafa veitt um 17 þúsund tonn og eiga tæp 19 þúsund tonn eftir. Skip án vinnslu hafa veitt um 7 þúsund tonn og eiga rúm 2 þúsund tonn eftir. Þá hafa veiðst 335 tonn á handfæri.