Norðmenn hafa veitt um 470 smáhveli af 1.286 dýra kvóta í sumar. Veiðarnar mega standa yfir fram til 31. ágúst en hvalveiðimenn telja að sumarleyfistíminn tefji fyrir veiðunum héðan í frá, að því er fram kemur á vefnum IntraFish.

Talsmaður hvalveiðimanna segir að þeir geri ráð fyrir því að einhverjar veiðar verði stundaðar út júlí og fram í byrjun ágúst. Þó sé ekki öruggt að þeir nái að veiða 500 dýr á þessu veiðitímabili. Veiðarnar hafa aðallega farið fram meðfram strönd Norður-Noregs.

Hvalveiðum við Svalbarða er lokið og síðustu bátarnir þaðan komu fyrir nokkrum dögum. Í heild veiddust um 200 hvalir þar.