Verð á gasolíu hefur lækkað umtalsvert. Verðið var að meðaltali um og yfir 900 dollarar á tonnið á síðasta ári en er nú komið niður í tæpa 500 dollara tonnið, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Olíureikningur útgerðarinnar hefur verið í kringum 22 milljarðar á ári undanfarin ár. Olían hefur verið allt upp undir 14% af útgerðarkostnaði og er annar stærsti útgjaldaliður útgerðarinnar. Haldist verðlækkunin út árið er ljóst að orkukostnaður fiskiskipaflotans gæti lækkað um nokkra milljarða.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.