Um 4000 fiskvinnslustarfsmenn á landsvísu munu leggja niður störf þegar verkfall Starfsgreinasambandsins (SGS) hefst á morgun. Verkfall starfsfólks fiskvinnslustöðva mun hafa áhrif á störf ýmissa annarra stétta, svo sem sjómanna. Þetta sagði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í viðtali á RÚV í morgun.

Verkfall SGS sem hefst á morgun stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt.

Haukur Þór sagði að komi til ótímabundins verkfalls sé líklegt að það hafi þau áhrif að ekki verði hægt að landa fiski, og þar af leiðandi þurfi að draga úr veiðum.

Sjá nánar á vef RÚV.