Ef væntingar fiskeldismanna ganga eftir má búast við því að fiskeldi á Íslandi tífaldist fram til ársins 2050 frá því sem framleiðslan er í dag. Ætla má að fiskeldi skili um 8 milljörðum í útflutningsverðmæti í ár. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.
Á árinu 2014 nam slátrun eldisfisks á Íslandi um 8.300 tonnum miðað við heilan óslægðan fisk. Í ár er hins vegar gert ráð fyrir að framleiðslan fari í um 11.600 tonn. Aukningin verði þannig um 40% á milli ára.
Mikill hugur er í fiskeldismönum og miðað við áform og væntingar þeirra má ætla að framleiðslan verði komin í 110 þúsund tonn árið 2050.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.