Nálægt þrjátíu íslensk fyrirtæki taka þátt á sjávarútvegssýningunum í Brussel í ár. Sýningarnar eru tvær; annars vegar European Seafood Exposition sem er helguð kynningu og sölu á sjávarafurðum og hins vegar Seafood Processing Europe sem er ætluð fyrirtækjum sem framleiða vinnslutæki eða bjóða upp á þjónustu tengda útflutningi á sjávarafurðum. Sameiginlega eru þetta stærstu sjávarútvegssýningar í heimi sem rúmlega 30.000 manns sækja heim.
Sýningarnar hófust í dag og standa í þrjá daga, 24. - 26. apríl.
Íslandsstofa er, sem fyrr, ábyrg fyrir skipulagningu á tveimur þjóðarbásum, einum á hvorri sýningu. Íslensku fyrirtækin sem taka þátt í ár eru:
European Seafood Exposition
Félag Atvinnurekenda
HB Grandi
Iceland Pelagic
Iceland Responsible Fisheries
Íslandsbanki
Íslandsstofa
Íslenska umboðssalan
Matís
Menja
Oceanus Gourmet
Seafood Union (Vísir)
TRÍTON
Ögurvík
Seafood Processing Europe
3x Technology
Borgarplast
Egill
Eimskip
Hampiðjan
Maritech
Optimar
Samskip
Skaginn
Trackwell
Valka
Önnur íslensk fyrirtæki sem taka þátt á sýningunni eru:
Icelandic
Iceland Seafood
Marel
Promens
Samherji