Grásleppuvertíðin hefur til þessa skilað um 3.900 tunnum af hrognum en um 5.300 tunnur voru komnar á land á sama tíma í fyrra, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir sem koma út í dag. Hér er um 26% samdrátt að ræða milli ára.

,,Minni veiði er á öllum svæðum heldur en var í fyrra. Að vísu verður að hafa í huga að á síðasta ári var metvertíð. Um 70% meiri veiði var þá en í meðalvertíð. Menn geta alveg búist við að veiðin nú detti niður í meðalavertíð, eða í kringum 10-11 þúsund tunnur,“ sagði Örn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.