Rúmum 19 þúsund tonnum af makríl sem veiddur var úr grænlenskri lögsögu hefur verið landað hér á landi, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Bæði eru það íslensk og grænlensk skip sem hafa landað hér. Af þeim 15 skipum sem hafa landað úr grænlensku lögsögunni eru 5 íslensk skip og 10 grænlensk. Flest grænlensku skipin hafa landað hér nokkrum sinnum en þar er um 34 landanir að ræða.

Það skip sem hefur landað mestum afla af Grænlandsmiðum er grænlenska skipið Polar Amaroq GR-18-49 með 3.562 tonn. Næst kemur Ilivieq GR-201 með 2.334 tonn. Það íslenska skip sem er aflahæst er Brimnes RE með 1.149 tonn.