Fyrstu ellefu mánuði ársins 2014 voru fluttar út vörur frá Íslandi fyrir 538 milljarð króna. Þar af voru sjávarafurðir um 222 milljarðar. Á sama tíma árið 2013 nam útflutningur sjávarafurða 253 milljörðum.
Iðnaðarvörur voru 52,4% alls útflutnings fyrstu ellefu mánuði ársins 2014 og var verðmæti þeirra 1,8% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 41,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 12,2% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna fiskimjöls og heilfrysts fisks.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar .