Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri þróun að úthlutanir úr 5,3% prósent pottinum dragist sífellt saman á Austfjörðum. Það sé hvort sem litið sér til almenns eða sértæks byggðakvóta eða strandveiða.

Þetta kemur fram í bókun bæjarráðsins sem tók í gær fyrir að nýju erindi matvælaráðuneytisins vegna úthlutunar byggðakvóta 2024 til 2025 og gerð sérreglna. Samþykkti bæjarráðið að framkvæmd á úthlutunar á byggðakvóta verði með sama hætti og á síðasta ári.

Ráðuneyti tryggi óbreyttan byggðakvóta

Byggðakvóti Fjarðabyggð 2024/2025
Byggðakvóti Fjarðabyggð 2024/2025

„Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á matvælaráðuneytið að tryggja að byggðakvótinn verði óbreyttur milli ára og vekur jafnframt athygli á þeim skerðingum sem orðið hafa á Austurlandi, samanber framangreind gögn,“ segir í bókun bæjaráðsins.

Kveðst bæjarráðið ítrekar að markmið byggðafestra aðgerða sé að stuðla að stöðugleika í atvinnu- og samfélagsuppbyggingu landsins, ekki síst á þeim svæðum sem standa veikari fæti. „Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að endurskoða fyrirkomulag kvótaúthlutana með það fyrir augum að stuðla að jafnvægi milli landshluta og tryggja áframhaldandi mannlíf, atvinnu og uppbyggingu á Austurlandi.“