Í Bretlandi hefur ávallt verið litið á ufsann sem ódýran valkost í samanburði við þorsk og ýsu, en efnahagskreppan hefur komið því til leiðar að ufsinn er nú kominn á listann yfir 10 vinsælustu fisktegundirnar.
Sea Fish Industry Authority, stofnun í Bretlandi sem annast kynningu á fiskafurðum, upplýsir að 13.000 tonn af ufsa hafi verið seld á smásölumarkaði þar í landi á síðasta ári og hafi ufsinn verið áttunda mest selda fisktegundin.
Í frétt á vef World Fishing segir að áður fyrr hafi ufsinn væri fyrsti valkostur kattareigenda í Bretlandi þegar kom að matarinnkaupum fyrir heimilisdýrið. Óhætt er að segja að nú hafi hann heldur betur fengið uppreisn æru.