Einn bátur, Jökull ÞH frá Húsavík, stundar nú veiðar á ufsa í net fyrir norðan frá Grímsey og allt norður að Kolbeinsey. Aflinn er þokkalegur en minna hefur verið af ufsa á veiðislóðinni en í fyrra, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

„Veiðarnar hafa gengið ágætlega. Við erum með í kringum 10 tonn á dag. Það er hins vegar minna af ufsa á ferðinni finnst okkur heldur en á sama tíma í fyrra. Hingað til hefur einnig lítið veiðst af ufsa við Grímsey. Ufsinn er brellinn og við þurfum að hafa meira fyrir þessu. Ef góð veiði fæst á einum hólnum og við leggjum aftur, minnkar aflinn um helming og í þriðju lögn veiðist kannski ekki neitt. Við höfum því mikið verið að færa okkur til og leita,“ segir Hjalti Hálfdánarson, skipstjóri á Jökli ÞH.

Sjá nánar frásögn og myndir af ufsaveiðum fyrir norðan í nýjustu Fiskifréttum.