Félagið Iceland Sustainable Fisheries (ISF) fengið MSC-vottun fyrir ufsaveiðar við Ísland. Að ISF standa Icelandic Group og 33 önnur íslensk fyrirtæki. Vottunin var gefin út að undangengnu hefðbundnu vottunarferli.

ISF var stofnað árið 2012 eftir að Icelandic Group hafði fengið MSC-vottun fyrir þorsk og ýsu og bauð öðrum fyrirtækjum að slást í hópinn.

Í frétt á vef MSC er minnt á að ufsaaflinn við Íslands sé um 50.000 tonn á ári og sé megnið af honum unnið í fryst flök til útflutnings en einnig sé ufsinn seldur saltaður, þurrkaður og ferskur til Þýskalands, Hollands, Spánar og Nígeríu.