Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að ufsakvóti norskra skipa verði 164.000 tonn á næsta ári. Þetta er 9.000 tonnum og 5,2% minna en á yfirstandandi ári. Kvótinn er í samræmi við gildandi stjórnunarreglur og veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins.
Þrátt fyrir að ufsaafli við Noreg á hafsvæðinu norðan 62. gráðu hafi á liðnum árum verið minni en útgefinn kvóti heldur hrygningarstofninn áfram að minnka. Ufsastofninn á þessu svæði er norskur stofn og nýting hans því ekki háð samningum við önnur lönd um aflaheimildir.