Talið er að tvöfalda megi framleiðsluverðmæti í fiskeldi á Íslandi á næstu fimm árum eða svo. Því er spáð að verðmæti í fiskeldi nái um 10 milljörðum króna á árunum 2015 til 2017, að því er fram kemur í Fiskfréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.
Rætt er við Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóra fiskeldis Samherja og formann Landssambands fiskeldisstöðva. Helstu eldisfiskar hér á landi eru bleikja, þorskur og lax. Fram kemur hjá Jóni Kjartani að framleiðsla í fiskeldi á Íslandi á árinu 2009 hafi verið um 5 þúsund tonn og heildarverðmætið um 3 milljarðar króna. Hann gerir ráð fyrir því að í ár verði framleiðslan tæp 6 þúsund tonn að verðmæti 5 milljarðar.
Því er svo spáð að næstu 5-7 árin verði framleiðslan komin í rúm 12 þúsund tonn að verðmæti um 10 milljarðar króna miðað við verðlag í dag.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.