Sjávarútvegsfyrirtækið G.RUN í Grundarfirði, sem á þessu ári hefur selt almenningi ferskan fisk í neytendapakkningum, gaf í síðustu viku allt söluandvirðið til Krabbameinsfélags Snæfellsness.
„Það tókst alveg ótrúlega vel til, salan var tvöföld á við það sem hún er vanalega,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. RUN, um söluna sem fram fór miðvikudaginn 18. október.
„Það var mikil stemning og virkilega gaman,“ heldur Guðmundur Smári áfram. Ánægjulegt sé að hafa getað styrkt starf lítils félags með þessum hætti.„Það var mikil gleði, bæði hjá okkar fólki og fólkinu hjá krabbameinsfélaginu sem tók á móti þessu, það var virkilega þakklátt.“

Að sögn Guðmundar Smára hefur G. RUN selt fisk í neytendapakkningum meira og minna allt þetta á sinni í viku og það á rúmlega að dekka markaðinn,“ segir hann og reiknar með að framhald verði á.
Veita aðgang að góðum fiski
„Eins sérstakt og það er þá er lítið framboð af góðum fiski handa fólki sem býr í þessum byggðarlögum. Öll okkar vinna byggist á því að vinna þennan fisk til útflutnings og fólkið hér í bæ og nærsveitum á ekki kost á að fá góðan fisk. Okkur fannst það nú hálf fúlt svo við ákváðum að gera þetta,“ segir Guðmundur Smári. Fiskurinn sé seldur á kostnaðarverði.
„Við erum fyrst og fremst að sinna þessari sölu á heimamarkaði fyrir fólkið hér í byggðinni og næstu byggðum. Fólk kemur hér af öllu Snæfellsnesinu til að ná sér í fisk, segir Guðmundur Smári. „Fólk er alveg hissa á gæðunum sem það er að fá. Við seljum beint úr vinnslunni, glænýjan fisk.“
Engin fiskbúð er á Snæfellsnesi. „Og þessar matvöruverslanir sem eru hérna eru ekki að bjóða upp á góðan fisk. Þær selja meira að segja tilapíu frá Asíu sem er nú mjög sérstakt. Okkur finnst langsótt að menn séu að kalla það fisk.“