Samskip hafa samið um smíði tveggja vetnisknúinna flutningaskipa til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Skipin munu sigla með vörur milli Noregs og Hollands.
Í tilkynningu frá félaginu segir að skipin tvö verði meðal fyrstu gámaflutningaskipa heims á skemmri flutningaleiðum sem ganga á grænu vetni án mengandi útblásturs. Áætlað er að útblástur sparist um 25.000 tonn af koltvísýringi hjá hvoru skipi.
Með notkun grænnar landorku verði þau einnig útblásturslaus í höfnum.
„Samskip starfa um heim allan og leggja sig fram um að vera fremst í flokki við að draga úr umhverfisáhrifum í flutningastarfsemi,“ segir Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa á Íslandi.