Dregið hefur úr ýsuvandræðum í krókaaflamarki með leigu úr aflamarkskerfinu og skiptum á aflaheimildum. Um tvö þúsund tonn af ýsu hafa þannig verið flutt úr stóra kerfinu niður í litla kerfið það sem af er þessu fiskveiðiári.

Í litla kerfinu er úthlutun í ýsu 3.662 tonn miðað við slægt en að viðbættum flutningi milli ára og sérstökum úthlutunum verður heildaraflamarkið 4.450 tonn. Með færslu úr stóra kerfinu hafa ýsuheimildir í krókaaflamarkinu farið upp í 6.537 tonn sem er aukning um 47%. Í staðinn fékk stóra kerfið meðal annars 843 tonn af þorski og 1.081 tonn af ufsa frá smábátunum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.